Staðlaráð - Evrópsk staðlaverkefni 2017
Evrópsk staðlaverkefni 2017 - Taktu þátt eða fylgstu með
Verkefnaskrá evrópsku staðlasamtakanna CEN og CENELEC fyrir árið 2017 hefur verð birt. Staðlaráð hvetur fyrirtæki og stofnanir til að skoða skrána vandlega og sjá hvort unnið verði að gerð staðla á einhverju sviði sem varða hagsmuni þeirra.
Námskeið Staðlaráðs - Vorönn 2017
Á vef Staðlaráðs er hægt að setja nafn og tölvupóst á póstlista og fá tilkynningu þegar skráning hefst á hvert námskeið um sig. Sérstök athygli er vakin á nýju námskeiði um áhættustjórnun með hliðsjón af staðlinum ISO 31000.
9. febrúar: Innri úttektir með hliðsjón af ISO 19011 Markmið námskeiðsins er að þátttakendur skilji til hlítar tilgang og ferli innri úttekta á stjórnunarkerfum með hliðsjón af ISO 19011, geti gert grein fyrir mikilvægustu atriðum slíkra úttekta og séu að loknu námskeiðinu færir um að framkvæma innri úttekt í samvinnu við reyndan úttektarmann. Nánari upplýsingar og skráning >>
2. mars: Áhættustjórnun með hliðsjón af ISO 31000 - NÝTT! Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þekki uppbyggingu ISO 31000 og geti beitt staðlinum við að gera ramma fyrir áhættustjórnun og við áhættumat. Nánari upplýsingar >> 23. mars:
ISO 9000 gæðastjórnunarstaðlarnir - Lykilatriði, uppbygging og notkun Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti gert grein fyrir megináherslum og uppbyggingu kjarnastaðlanna í ISO 9000 röðinni og þekki hvernig hægt er að beita þeim við að koma á og viðhalda gæðastjórnunarkerfi. Nánari upplýsingar >>
3. maí: CE merking véla - hvað þarf að gera og hvernig? Námskeið fyrir framleiðendur og innflytjendur véla. Markmiðið er að þátttakendur verði færir um að greina hvort vörur falli undir vélatilskipun ESB og læri hvernig á að CE-merkja slíkar vörur. Nánari upplýsingar >> Haust 2017:
Stjórnun upplýsingaöryggis samkvæmt ISO/IEC 27001 - Lykilatriði, uppbygging og notkun MARKMIÐ námskeiðsins er að þátttakendur geti gert grein fyrir lykilatriðum staðlanna ISO/IEC 27002 og ISO/IEC 27001 og þekki hvernig þeim er beitt við stjórnun upplýsingaöryggis í fyrirtækjum og stofnunum. Nánari upplýsingar >>