top of page

Iðnaður - Líkamsbeiting

                      Öryggi - Heilsa - Umhverfi (ÖHU)

Hér ætlum við að koma upp safni af áhugaverðu efni (bæklingar, fræðslurit, gálistar og safn af öppum) varðandi rétta líkamsbeitingu (hreifi- og stoðkerfi). Við verðum þakklát öllum fyrirtækjum (og áhugasömum aðilum) sem vilja miðla efni til birtingar (eða gefa ábendingar um áhugavert efni) sem setja mætti upp hér á síðunni. Óþarfi að allir finni upp hjólið - og að fólk verði fyrir tjóni!

Líkamsbeiting - www.bar-web.dk

Hér er ein af áhugaverðari heimasíðum sem finnast um líkamsbeitingu - efnið er heimasíða danska vinnuverndarráðsins í iðnaði um líkamsbeitingu. Hér eru upplýsingar um hámarksþyngdir, einhæft álag, rétt skipulag vinnustöðva, álagsstörf í ákveðnum atvinnugreinum - og ótal margt fróðlegt efni.

SuvaPro gátlisti - að lyfta hlutum

Svisslendingarnir hjá SuvaPro gáfu út áhugaverðan bækling um mat á vinnu þar sem starfsfólk vinnur við að lyfta hlutum - gagnlegur gátlisti

Rexroth Bosch Group - hönnun og líkamsbeiting

Fyrirtækið Rexroth Bosch Group heldur úti vandaðri síðu um hönnun vinnustöðva með hliðsjón af góðri líkamsbeitingu - heimasíða þeirra með fullt af fróðleik - og flottir bæklingar -  er aðgengileg hér 

Líkamsbeiting - gamalt og gott frá ILO (International Labour Organization)

Hér er gamall og uppfærður bæklingur frá ILO um hönnun og líkamsbeitingu - klassiker sem allir ættu að blaða gegnum.

Please reload

bottom of page