top of page

Um Vefinn

Aðstandendur


Aðstandendur að baki vefnum www.ohu.is eru á fæðingardegi verkefnisins fyrirtækið
Vinnuumhverfissetrið ehf. (www.vus.is). Vinnuumhverfissetrið er ráðgja- og fræðslufyrirtæki í
vinnuverndargeiranum sem stofnað var 2012. Vinnuumhverfissetrið er samþykktur þjónustuaðili á
skrá hjá Vinnueftirlitinu og heldur m.a. úti einni stærstu heimasíðunni á Íslandi á sviði
vinnuverndarmála www.vus.is.

Hugmyndin að baki verkefninu felst í að koma upp heimasíðu þ.e. kerfisbundinni þekkingarmiðlun milli fyrirtækja á Íslandi á sviði vinnuverndar- og öryggismála. Hugmynd aðstandenda byggir almennt á danskri fyrirmynd sem heitir „Arbejdsmiljøråd“ sem kalla mætti atvinnugreinaráð í vinnuverndarmálum (sjá                               ) sem er nokkurskonar samráðsvettvangur fyrirtækja á sviði vinnuverndarmála í Danmörku. Hugmyndin er m.ö.o. að fyrirtæki í iðnaði skapi sameginlegan vettvang, fyrirtæki í mannvirkjagerð vinni saman að miðlun fróðleiks á þeim vettvangi, fyrirtæki í ferðaþjónustu um vinnuverndar- og öryggismálin í þeirri grein, fyrirtæki í sjávarútvegi um fiskvinnslu og sjósókn o.s.frv. – allt undir sömu regnhlíf þ.e. vinnuverndartogið www.ohu.is Reyndar eru til vísar að svona samstarfi hérlendis þ.e. samvinna orkufyrirtækjanna á Íslandi gegnum Samorku (www.samorka.is) og samstarf álveranna.

Það er von aðstandenda heimasíðunnar að www.ohu.is nái þeim status að fyrirtækin í landinu velji að taka virkan þátt og muni koma að stjórnun verkefnisins, miðlunar fræðslu, frétta, reynslusagna, áhugaverðra verkfæra o.s.frv. – þannig að það þurfi ekki allir að finna upp hjólið í vinnuverndar- og öryggisstarfinu. Í huga aðstandenda hljómar það heimskulegt að öll fyrirtæki þurfi að finna upp – hvernig menn framkvæma áhættumat, hvernig eigi að semja öryggis- og heilbrigðisáætlun í mannvirkjagerðinni (þ.m.t. verklagsreglur um vinnu í lokuðu rými), hvernig menn framkvæma útlæsingu á orku, hvernig menn breyta algengri vél í bransanum þannig að hún uppfylli betur löggjöf varðandi öryggi – og svo reynslusögur fyrirtækja t.d. á sviði heilsueflingar að ógleymdri upplýsingamiðluninni um það nýjasta á sviði atferlisvísinda sem getur stutt vinnuverndarstarf og afkomu fyrirtækja o.s.frv.

Á hinum Danska samstarfsvettvangi sem horft hefur verið til, hefur verið gefið út mikið efni um vinnuverndar- og öryggismál sem getur gagnast atvinnulífinu. Sem dæmi um umfang þessa danska samstarfsvettvangs má nefna að iðnfyrirtækin í Danmörku reka sérstakt heimasíðuumhverfi innan regnhlífasíðunnar þar sem útgáfu- og fræðslustarfsemi iðnfyrirtækjanna hefur verið afar blómleg, meðal annars hefur verið gefinn út bæklingur - bara yfirlit um bæklingana sem gefnir hafa verið út – og er sá athyglisverði bæklingur aðgengilegur hér:
Rekstur samstarfsvettvangs í vinnuverndar- og öryggismálum getur einnig gagnast atvinnulífinu sem tengiliður við skólana í landinu, bæði varðandi fræðslu og sem tengiliður og vettvangur fyrir
rannsóknaverkefni af ýmsu tagi.

Við gangsetningu heimasíðunnar www.ohu.is nutu aðstandendur veglegs styrks frá „Akkur“
styrktarsjóði félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna (VM).

 

Við vonumst sannarlega til að heyra frá ykkur (fyrirtæki, öryggisfulltrúar, allir áhugasamir um vinnuverndar- og öryggismálin) og hlökkum til að fá ábendingar um áhugavert efni – og meðeigendur í upplýsingaveitunni.

Mbk
Árni Jósteinsson
Vinnuumhverfissetrið ehf.

arni@vus.is 

bottom of page