top of page

Iðnaður - Áhættumat og innra starf

                                                         Öryggi - Heilsa - Umhverfi (ÖHU)

Hér ætlum við að koma upp safni af áhugaverðu efni (bæklingar, fræðslurit, gálistar og verkfæri) varðandi framkvæmd áhættumats og áhættugreininga. Við verðum þakklát öllum fyrirtækjum (og áhugasömum aðilum) sem vilja miðla efni til birtingar (eða gefa ábendingar um áhugavert efni) sem setja mætti upp hér á síðunni. Óþarfi að allir finni upp hjólið - og að fólk verði fyrir tjóni!

SuvaPro - algengar hættur

Bæklingurinn "Danger under Control" frá SuvaPro hleðst niður hér (PDF) - sérlega vandaður og fínn bæklingur um algengar hættur á vinnustöðum og hvernig maður stjórnar þeim.

EU bæklingur um áhættumat og áhættustjórnun

Fræðsluefni EU um framkvæmd áhættumats og áhættustýringar

Áhættumatsleiðbeiningar - danskur iðnaður

Danska vinnuverndarráðið í iðnaði (www.bar-web.dk) hefur gefið út mikið efni um framkvæmd áhættumats hjá iðnfyrirtækjum - áhættumat heitir APV (arbejdspladsvurdering) í Danmörku. Leiðbeiningarsíðan um áhættumat er aðgengileg hér - og gefur íslenskum iðnaði vonandi góðar hugmyndir að áhættumatsframkvæmdum. 

Áhættumat - gullkista Vinnueftirlitsins

Hér er efni Vinnueftirlitsins um áhættumat þ.m.t. vinnuumhverfisvísar atvinnugreina, 6-skrefa aðferðin o.fl. 

Áhættugreiningar og mat áhættu

Norska Vinnueftirlitið um framkvæmd áhættugreininga, fínt dæmi frá fjallgöngu o.fl.

Vinnuumhverfisstjórnun - Vinnuvernd

Hér er á ferðinni lítið fræðsluhefti um ÖHU (öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismál) sem inniheldur helstu grunnatriði varðandi vinnuvernd og vinnuumhverfisstarf fyrirtækja. Í heftinu fylgja einnig nokkur áhugaverð nýleg verkfæri byggð á rannsóknum atferlisvísinda sem geta mögulega stuðlað að aukinni virkjun starfsmanna og stjórnenda í vinnuverndarstarfinu

Rétt og rangt (atferli við mannvirkjagerð)

Áhugaverður myndabæklingur frá SuvaPro - myndræn framsetning á réttu og röngu atferli við mannvirkjagerð. 

Norska Internkontroll forskriftin

Þetta er norska útgáfan af regluverki um framkvæmd áhættumats starfa - áhugaverður og auðlæs bæklingur um framkvæmd áhættumats starfa o.fl. 

Please reload

bottom of page