top of page
Lög og Reglur : Öryggi - Heilsa - Umhverfi (ÖHU)

Lög og Reglur

Hér er ætlunin að koma upp safni áhugaverða vefslóða sem vísa í efni um löggjöf á sviði vinnuverndar- og öryggismál. Við skorum á fyrirtæki og alla áhugasama um að senda okkur ábendingar um gagnlegt efni sem setja mætti upp hér á síðunni.

Vinnueftirlitið - Lög og reglur

Á heimasíðu Vinnueftirlitsins má finna hlekki á vinnuverndarlögin ( 46/1980) og allar reglur og reglugerðir sem fylgja vinnuverndarlögunum eftir.

http://www.vinnueftirlit.is/log-reglur-og-stadlar/

Umhverfisstofnun - Lög og reglur

Á heimasíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is má finna öll lög og reglugerðir sem varða umhverfismál í víðum skilningi þess orðs ( efnanotkun, sorpförgun, umhverfishávaði o.m.fl.)

http://ust.is/umhverfisstofnun/log-og-reglur/

Neytendastofa - Lög og reglur

Neytendastofa er opinbert yfirvald sem fer meðal annars með markaðseftirlit með vélbúnaði (CE, ATEX o.fl.). Á vefsíðu þeirra má nálgast ýmis lög og reglugerðir sem þetta varðar.

http://www.neytendastofa.is/log-og-reglur/log-og-reglur/

Staðlaráð - Lög og reglur

Á vefsvæði Staðlaráðs má finna alla íslenska staðla sem teknir hafa verið upp og fylgja íslenskri löggjöf. Tilskipunum EU er fylgt eftir með útgáfu staðla sem bera forskeytið IST EN XXX sem skýra nánar kröfur tilskipana EU.

http://www.stadlar.is/

Please reload

bottom of page